Austurland hefur upp á fjölbreytta afþreyingu að bjóða fyrir alla fjölskylduna.
Skógarferð
Stærsti skógur landsins er Hallormsstaðarskógur í Fljótsdal. Einstök útivistarperla fyrir alla fjölskylduna þar sem hægt er að verja öllum deginum í að skoða plöntur, leika sér á leiksvæðum, fleyta kerlingar á Lagarfljótinu og nýt sér hinar mörgu gönguleiðir á svæðinu.
Auk Hallormstaðarskógar eru mörg minni rjóður víðsvegar um Austurland þar sem tilvalið er að fara í lautarferð og slappa af.
Gönguferð / Fjallganga
Um allt Austurland má finna fjölbreyttar gönguleiðir, stuttar sem langar, auðveldar sem og erfiðari. Því má ávallt velja hentuga leið fyrir fjölskylduna.
Nokkur dæmi um skemmtilegar leiðir eru, Hengifoss, Streitishvarf, Stórurð, Hólmanes, Flögufoss, Fardagafoss og ótal fleiri leiðir.
Hér má sjá kort af gönguleiðum í Breiðdal og nágreni (prentað eintak er hægt að fynna hjá mörgum fyrirtækjum á Breiðdalsvík) og á vefsíðunni Gönguleiðir má finna upplýsingar um ýmsar leiðir um allt land.
Fjöruferð
Fjöruferðar eru alltaf skemmtilegar og hver og einn fjörður hefur upp á í það minnsta eina fjöru að bjóða. Nokkrar skemmtilegar eru nefndar hér að neðan.
Meleyri við Breiðdalsvík
Héraðssandur við Héraðsflóa
Búlandssnes við Djúpavog
Reiðtúr
Það er frábær upplifun fyrir alla fjölskylduna að fara í reiðtúr og Austurland býður upp á marga valkosti í einstöku umhverfi.
Nokkur dæmi eru:
Sund
Sundferð í góðu veðri, það gerist varla betra. Í flestum bæjum Austurlands eru sundlaugar og gott yfirlit yfir þær má sjá hér en frekari upplýsingar má svo finna á síðum hvers sveitafélags.
Ef rennibrautar eru það sem þið leitið að þá eru á Eskifirði og Neskaupsstað tilvaldar auk þess sem það er einnig rennibraut á Egilsstöðum. En svo getur auðvitað verið gaman að kíkja í littlu laugarnar í smærri bæjum þar sem gestafjöldinn gæti verið aðeins minni.
Veiði í vötnum
Fyrir þá sem hafa gaman af því að veiða þá er 6 vötn á Austurlandi skráð í Veiðikortið. Það er vel hægt að verja löngum stundum í afslappaðri veiði í fallegri náttúru og ekki sakar að notendur veiðikortins geta líka komið við í vötnum á leið sinni austur.
Kayakferð
Sjórinn hér á Austfjörðunum heillar og þá er best að hlýta kallinu og skella sér á sjó.
– Kayhike á Borgarfirði Eystri
– Arctic Fun á Djúpavogi býður bæði upp á leiðasagðar ferðir og leigu.
Hjólaferð
Víðsvegar á svæðinu er hægt að finna skemmtilegar hjólaleiðir á mismunandi erfiðleikastigum.
Fyrir þá sem ekki eiga sín eigin hjól eða vilja ekki hafa þau með sér þá er hægt að leigja hjól eða fara í leiðsagðar ferðir en þær henta þó flestar best fyrir stálpaða unglinga frekar en ung börn.
– Kayhike á Borgarfirði Eystri býður upp á bæði leiðsagðar ferðir og hjólaleigu
– Arctic Fun á Djúpavogi býður upp á leiðsagðar ferðir og hjólaleigu
Óbyggðasetur Íslands býður einnig upp á hjólaleigu.
Leikvellir / Ærslabelgir
Það er alveg nauðsynlegt að hafa leiksvæði fyrir krakkana á ferð um landið. Fá smá útrás fyrir orkuna.
Í flestum bæjum Austurlands hafa verið settir upp ærslabelgir auk þess sem leiksvæði er víða.
Jeppaferð
Svo ef ykkur langar í annarskonar ævintýri og kynnast svæðinu undir leiðsögn heimamanna þá bjóðum við fjölbreyttar jeppaferðir sem fara með ykkur á þekkta staði sem og lítt þekktar perlur utan alfaraleiðar.
Auk þess er margt fleira skemmtilegt hægt að gera hér á Austurlandi
- Mikið er af áhugaverðum söfnum að skoða.
- Fyrir golf áhugamenn þá eru margir vellir hér á svæðinu en mis stórir. Hér má sjá lista yfir þá.
- Á Hallormsstað er boðið upp á axarkast um skóginn og nágreni.
- Víðsvegar um svæðið er frábært berjaland og tilvalið að skella sér með fjölskylduna í berjamó.
- Fara í bíltúr um firðina, skoða fallega náttúru og skemmtilegt mannlíf.